143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir svarið og vil taka undir það að ég er svo hjartanlega sammála því að ég tel að þessar aðgerðir muni ekki ýta undir sjálfbærni. Það kom einmitt fram í ræðu hv. þingmanns áðan þar sem hann nefndi að þetta væri einskiptisaðgerð og hann sé ekki bjartsýnn á framhaldið.

Því langar mig að biðja hann, ég átta mig á að hann hefur bara eina mínútu til svarsins, að nefna stóru atriðin í því hverju hann hefur áhyggjur af að þetta geti haft áhrif á íslenskt samfélag til framtíðar, kannski ekki allrar framtíðar en segjum næstu 20 árin þar sem ég og hv. þingmaður verðum örugglega vel fúnkerandi í samfélaginu, áhrifin til þess tímabils.