143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég verð að viðurkenna að það var talsvert í henni sem mig langaði sjálfan en niðurlagið varðaði það hvað hægt væri að gera við þessa peninga. En hv. þingmaður nefndi sérstaklega að hann væri almennt á mótum sköttum og skattahækkunum. Það eru viðhorf sem ég skil mætavel. En ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður væri hlynntur svona skattlagningu gagnvart bönkunum ef markmiðið væri það eingöngu að greiða niður skuldir ríkissjóðs og væru þá væntanlega á þeim forsendum að skuldir ríkissjóðs yrðu bein afleiðing af hegðun bankanna eins og hún var fyrir hrun. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður mundi styðja það.