143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:48]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það vegna þess að ég held að þarna sé einmitt mismunurinn á 4% og 4,8%. Það væri auðvitað mjög skemmtilegt fyrir mig hafandi verið í fyrrverandi ríkisstjórn að segja: Það var gaman að það skyldi koma fram. Að strax í byrjun árs 2010 vorum við komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Það var búið að ná þessu strax þá. (Gripið fram í.) Ekki tvö og hálft, segja menn, af hverju taka þeir þá ekki forsendubrestinn frá þeirri tölu? Ég held að menn séu að nota sér þarna reiknireglur til að ná niður kostnaðinum vegna þess að hann hefði orðið hærri ef menn ætluðu að standa við það sem sagt var. Ég hef ekki svar við þessu enda var ég að spyrja hér áðan og bið hv. formann að taka þetta til skoðunar í nefndinni hvaða prósentur voru þarna á bak við, hvað veldur og hverju breytir. En ég tók mjög vel eftir þessu, það er ánægjulegt að heyra að verðbólgan var komin svo langt niður frá því að vera 18% strax á einu og hálfu ári hjá þáverandi hæstv. ríkisstjórn að ekki þykir ástæða til að leiðrétta það lengur. Þannig var það líka með atvinnuleysið, sem er alveg ótrúlegt í rauninni miðað við það hvað menn eru að hæla sér af í dag.