143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka spurninguna. Já, ég verð að taka undir með hv. þingmanni að þetta er nokkuð óljóst. Eins og ég skil þetta muni það ekki liggja fyrir fyrr en umsóknarfresturinn er runninn út hversu margir sækja um og þá þurfi að reikna út hvað þeir eigi rétt á samkvæmt frumvarpinu. Samtalan af því verði m.a. notuð til að meta umfang og stærð aðgerðarinnar og þar hafi hæstv. fjármálaráðherra svigrúm til að stemma af.

Þannig skildi ég þetta en ég verð að viðurkenna að ég er kannski ekki sú reyndasta að lesa út úr svona óljósum lagatexta. Sá skilningur sem ég fékk var að þetta væri ansi opið í báða enda og í rauninni væru gefnar upp viðmiðunartölur.