143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:33]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal játa það að svar hv. þingmanns var betra en spurningin. Við deilum þessari hugmyndafræði. Ég vil þó taka skýrt fram (VilB: Spurningin var óskiljanleg.) að þessi aðgerð er hugsuð almennt, hún er efnahagsleg og hún er gerð til að takast á við háa skuldsetningu heimila. Þess vegna er þessi leiðrétting afmörkuð með þeim hætti sem við sjáum í frumvarpinu. Þetta er frekar athugasemd en spurning og ég ætla ekki að beina sérstakri spurningu til hv. þingmanns í seinna andsvari.