143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:48]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef hitt helling af fólki sem keypti húseign fyrir árið 2004 sem átt hefur erfitt með að ná endum saman, fólk sem hefur þurft að ganga milli fjármálastofnana og beðið um að fá úrlausn sinna mála og hefur ekki fengið hana. Mér finnst ósanngjarnt að segja hluta af því fólki að það skuli bjarga sér sjálft. Það er skoðun mín. En ég er ekki að gera lítið úr þeim sem keyptu á árunum 2004–2008/2009, það mundi ég aldrei gera. Ég finn virkilega til með þeim sem eru í erfiðri fjárhagslegri stöðu og geta ekki vörn sér veitt. Mér finnst það bara til skammar að halda því fram að þingmenn séu að gera lítið úr fólki sem á í fjárhagslegum vandræðum.