143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:50]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir andsvarið.

Mikilvægt er að farið sé í aðgerðir fyrir heimilin en einnig er mikilvægt að efnahagsmál og skuldamál ríkissjóðs séu jafnframt tekin föstum tökum. Hæstv. ríkisstjórn er að vinna að því með því að leggja fram hallalaus fjárlög fyrir árið 2014 og stuðla að því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs. Ég held að það sé allt í lagi að vera bjartsýnn á að skuldir ríkissjóðs muni minnka. Þannig að ég svari í stuttu máli, það er mikilvægt að taka á skuldum ríkissjóðs og á skuldum íslenskra heimila.