143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:53]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mikilvægt er að taka á skuldamálum íslenskra heimila og leiðrétta það sem gerðist hér árið 2008, auk þess er mjög mikilvægt að taka á skuldum ríkissjóðs og skila hallalausum fjárlögum til að minnka vaxtabyrði ríkissjóðs með tímanum. Mín skoðun er sú að ég vil sjá þá peninga fara inn til íslenskra heimila og taka með efnahagslegum aðgerðum á stöðu ríkissjóðs.