143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:59]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur hvers vegna þeir sem eru með verðtryggð námslán verða út undan í þessari almennu aðgerð. Hvers vegna þeir sem voru með hæstu vextina á yfirdráttarskuldum verða út undan? Hvers vegna þeir sem eru með erlend lán verða út undan? Þeir sem eru með óverðtryggð lán sem fylgja svipuðum vöxtum og verðtryggð lán? Hvers vegna leiguíbúðakerfið, félagslegt, hjá sveitarfélögum og stofnunum, verður út undan? Og síðast en ekki síst hvers vegna þeir sem skulda verðtryggð lán, eiga ekki heimili á Íslandi, vegna þess að þeir misstu vinnuna, fara á mis við bætur samkvæmt frumvarpinu? Þar var þó fullkominn forsendubrestur sem enginn (Forseti hringir.) hefur þó getað útskýrt. Ég óska eftir svari við þessu í fyrstu umferð. Ég hef lokið máli mínu, herra forseti.