143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:00]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni fyrir spurninguna. Við framsóknarmenn ræddum það alltaf í kosningabaráttunni að við ættum að leiðrétta þann forsendubrest sem varð hér vegna efnahagshrunsins árið 2008. Við töluðum um almenna aðgerð, að við ætluðum að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán einstaklinga. Þetta er aðgerð sem nær til, ef við tölum bara um það frumvarp sem við ræðum hér, um 70.000 íslenskra heimila. Ég tel það nokkuð stóra aðgerð. Eins og segir í frumvarpinu er verkefnið að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Það erum við að gera hér.