143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:16]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir. Ég tók börn þingmannsins sem dæmi um öll önnur börn sem fæðast á þessum tíma. Ég held að ég hafi fengið þokkalegt bú í bakið frá þeim sem bjuggu í þessu landi þannig að ég vona að ég geti skilað búinu betra til næstu kynslóðar.

Ég vil vekja athygli á því að hér er um einhverja mestu eignatilfærslu í sögu lýðveldisins að ræða, að frádregnum kvótaúthlutunum, svo framarlega sem hún verður eignfærð. Hér er verið að flytja á milli fólks um það bil 5% af landsframleiðslu án þess að fyrir liggi fullnægjandi skýringar. Þá verður mér hugsað til barna þingmannsins og annarra barna í þessu landi. Ég hef lokið máli mínu.