143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:17]
Horfa

Edward H. Huijbens (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir vangavelturnar og ræðuna sem hér var flutt. Ég vona að hv. þingmaður geti gert sér mig að góðu í þessu púlti og í þessu samtali, en ég er með þrjár spurningar sem mig langar til að fá einhver svör við og varða ýmislegt.

Í fyrsta lagi spyr ég hvort hv. þingmanni þyki það ekki nokkuð óábyrgt ef til eru þeir einstaklingar sem breytt hafa lífsstíl á grunni loforða Framsóknar fyrir kosningar. Er það ekki svolítið skringileg hegðun, fyrst skringilegt var uppáhaldsorðið okkar hérna áðan?

Í öðru lagi vil ég spyrja: Getur hv. þingmaður lýst nánar hvaða almennu aðgerðir hefði verið hægt að ráðast í beint eftir hrun, sem hv. þingmaður nefndi?

Í þriðja lagi langar mig að spyrja: Telur hv. þingmaður að allir flokkar hafi lofað einhverju fyrir síðustu kosningar, sérstaklega einhverju stórlegu? Er ekki einhver munur á flokkunum sem sitja á þingi? Þá er ég ekki bara að meina Pírata og hina heldur kannski einhverja fleiri.