143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:23]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst innilega velvirðingar á því að vera svo skítleg í minni umræðu að óska eftir því, ótrúlega frökk sem ég er og mikill níðingur, að hæstv. forsætisráðherra sé í þingsal í það minnsta í dag eða í gær meðan við fjöllum um þetta mál þannig að hann geti verið hér til svara um nokkuð sem er hans hjartans mál. Það er þvílíkur fruntaskapur af mér að ég biðst innilega forláts á slíkri hegðun.

Ég bið líka innilega forláts á því að voga mér að nefna nóbelsskáld Íslendinga í myndlíkingu. Það hefði honum örugglega líkað illa.