143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef það hefur farið fram hjá þingmanninum er rétt að geta þess að hæstv. fjármálaráðherra er forsvarsmaður þessa máls (Gripið fram í: Hvar er hann?) í þinginu. Ég ætla jafnframt að benda á að þingmenn Framsóknarflokksins báru uppi kosningabaráttuna jafnt sem hæstv. forsætisráðherra. (Gripið fram í.) Þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið mjög iðnir við að taka þátt í umræðunum, taka þátt í andsvörum og svara þeim spurningum sem til Framsóknarflokksins hefur verið beint. En ég minni á það að hæstv. fjármálaráðherra fer með forræði þessa máls og ég skil raunverulega ekki hvers vegna er kallað eftir ráðherrum í umræðuna þegar málið er komið inn í þingið því eins og flestir vita ríkir hér þrígreining ríkisvaldsins.