143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er verið að flytja þetta mál inn í þingið. Það er ekki komið inn í þingið fyrr en þessari umræðu er lokið. (Gripið fram í.) En ég mundi gjarnan vilja árétta að það voru hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra sem héldu hér blaðamannafund og kynntu í mikilli sameiningu það mál sem við fjöllum hér um. Það væri mjög gagnlegt ef hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru hér til að fjalla um málið með okkur.

Ég man ekki betur en hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hafi afar oft kallað eftir ráðherrum í sal við sambærilegar aðstæður þegar hún var í stjórnarandstöðu þannig að mér finnst þetta svolítið skondið og eiginlega svolítið skrípalegt, ég verð að segja það.