143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:31]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur fyrir fína ræðu, hún kom víða við. Ég ætla að segja almennt að mér finnst umræðan á köflum ómakleg vegna þess að skuldastaða heimilanna og aðgerðir til handa heimilum er mikilvægt og háalvarlegt málefni.

Ég ætla að fara yfir dæmi um fjölskyldu, hjón með 700 þús. kr. í sameiginlegar tekjur á mánuði, hvort um sig með 350 þús. kr. Eftirstöðvar láns eru 22 millj. kr. Meðaleftirstöðvar eru 17,8 millj. kr. ef við skoðum öll lánin. Þessar aðgerðir munu lækka höfuðstólinn um 2,5 millj. kr. Þetta er hefðbundið lán. Greiðslubyrðin mun lækka og ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar aukast um um það bil 20 þús. á mánuði. (Forseti hringir.) Getum við ekki verið sammála um að mörg heimili muni um slíka fjárhæð?