143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:19]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég mun nú seint ætlast til þess að við hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir verðum sammála um alla hluti enda þurfum við ekki að vera það, hún er af dálítið öðru litrófi pólitíkurinnar. En það sem hv. þingmaður sagði hér, undir lok ræðu sinnar, var einmitt angi af þeim sama meiði og ég talaði hér um áðan, að greiða fólki peninga sem þarf ekki á því að halda.

Ég segi aftur: 50% af því fé sem verið er að ráðstafa í þessu frumvarpi er til fólks sem hefur samanlagt 6 milljónir í árslaun, í heimilistekjur. Það getur vel verið að þetta fólk sé alveg svakalega vel stætt. (VBj: Ég sagði ekki að það væri ...) Ég hef ekki hitt það fólk enn þá (VBj: Hver sagði það?) og ég hef ekki enn hitt það fólk sem þarf ekki á þessum peningum að halda eins og ég sagði hv. þingmanni hér fyrr.

Það er nú líka svo merkilegt, kannski hefur hv. þingmaður hitt þetta fólk, að það vildi svo til að þegar við vorum á ferð í okkar kjördæmi, framsóknarmenn, í fyrra þá sáum við samfylkingarpólitíkusa aldrei tala við fólk, aldrei. (Gripið fram í.)