143. löggjafarþing — 92. fundur,  9. apr. 2014.

fjarvera forsætisráðherra.

[00:14]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir óskir hv. þm. Helga Hjörvars og formanns þingflokks Samfylkingarinnar um að sú staða sem kemur ítrekað upp hér í þinginu verði tekin upp sem sérstakt dagskrármál á fundi þingflokksformanna hjá forseta á morgun því að það er orðið regla frekar en undantekning að forsætisráðherra hunsi þingið. Hér er um að ræða mál sem var hans stærsta kosningamál, stærsta kosningamál Framsóknarflokksins og stærsta mál ríkisstjórnarinnar og hann hefur ekki látið svo lítið sem að láta sjá sig hér við umræðuna. Við þurfum að taka þetta til sérstakrar umræðu vegna þess að við þetta verður ekki búið með öðrum hætti en að það verði tekið fyrir sem sérstakt umræðu- og dagskrárefni á fundi þingflokksformanna og kannað með hvaða hætti hægt sé að kippa þessu í liðinn.