143. löggjafarþing — 93. fundur,  9. apr. 2014.

innflutningur landbúnaðarafurða.

539. mál
[16:32]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka málshefjanda fyrir að koma inn á þetta áhugaverða mál og ráðherra fyrir svörin. Það eru góðar fréttir ef verið er að semja við Evrópusambandið um aukinn innflutning á landbúnaðarafurðum og aukinn útflutning líka. Einnig er gott að heyra að hæstv. ráðherra er fylgjandi því að fyrirkomulag hér á landi verði einfaldað, þ.e. að landbúnaðarkerfið verði einfaldað. Ég held það sé gott bæði fyrir bændur og fyrir neytendur.

Ég vil þó minna á að í sjálfu sér er ekkert sem kemur í veg fyrir að stjórnvöld hverju sinni afnemi tolla og gjöld á ákveðnum vörum til að ýta undir samkeppni og auka vöruúrval. Við höfum átt umræður hér, ég og hæstv. ráðherra, um landbúnaðarafurðir sem eru ekki framleiddar á Íslandi en íslenskir neytendur eru sólgnir í og þurfa þá að greiða fyrir það með hærra verði, jafnvel þó að það heyri undir (Forseti hringir.) tollkvóta þá eru þeir boðnir út þannig að það fer út í verðlagið.