143. löggjafarþing — 93. fundur,  9. apr. 2014.

framtíðarfyrirkomulag innanlandsflugs.

400. mál
[17:08]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og það að mat hennar sé að úttektin um þessar fjárhagslegu stærðir sé trúverðug. Ég spurði um mat á þeim stærðum vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að það hljóti líka að kalla á umræðu um að eitthvað af hinum þjóðhagslega ávinningi megi nýta og ráðstafa til þess að efla og bæta þjónustu við byggðirnar.

En í tilefni af svörum ráðherrans vil ég spyrja: Hyggt hæstv. ráðherra beita sér fyrir því að fram fari félagshagfræðilegt mat á þessum ólíku kostum með sömu aðferðafræði og þá í tengslum við samgönguáætlunina þannig að þau félagslegu sjónarmið og byggðasjónarmið sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon vék líka að séu með í myndinni og það sé sams konar mat á þessum samgöngukostum og öðrum samgöngukostum hér í landinu?