143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[15:51]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er auðvitað áhugavert álitaefni sem er í sjálfu sér ekkert verið að taka á í þessum lögum. Það er fyrst og fremst verið að skýra þennan bótarétt. Ég vænti þess að hv. þingmaður sé að velta fyrir sér hvort deiliskipulag eigi að hafa einhverja tímalengd og falla úr gildi og þá þurfi nýtt deiliskipulag. Það er ekki verið að taka á því hér og það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur.

Skipulagslögin eru nánast ný. Í þinginu á sínum tíma tóku þau allnokkrum breytingum. Kannski vantar meiri heildaryfirsýn og þess vegna er eftir ákveðinn reynslutíma fjölmörgum atriðum breytt, oft ekki stórvægilegum heldur frekar smávægilegum lagfæringum. En þó eru atriði er varða þetta bótaákvæði nokkuð menn gátu ekki komið sér saman um á þessum tíma en eru búnir að liggja dálítið yfir til þess að skýra réttinn eins og hægt er. Um hitt gætum við svo sem tekið (Forseti hringir.) góða rökræðu, hvort það sé skynsamlegt.