143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[15:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég hef aldrei setið í sveitarstjórn og veit þess vegna ekki mikið um skipulagsmál sem menn tala hér um af mikilli visku. Mér skilst að þessi lög séu aðallega til þess gerð að skýra betur en ekki til að breyta nema þessu með bótaréttinn. Þannig hef ég skilið það.

Í Reykjavík er núna mikið til umræðu ákveðið háhýsi sem á að reisa á mótum Frakkastígs og Skúlagötu. Það er langt síðan framkvæmdaleyfið var gefið fyrir því, mörg ár. Nú á að fara að reisa háhýsið og fólk vaknar upp við vondan draum. Hér er verið að stytta eða þarf að gefa aftur út framkvæmdaleyfi. Kæmi það ákvæði í veg fyrir það núna mörgum árum seinna, þegar (Forseti hringir.) viðhorf fólks til bygginga af þessu tagi hefur breyst sem raun ber vitni, (Forseti hringir.) að hægt sé að byggja þennan turn á ákveðnu horni?