143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[20:20]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég best veit er málið hjá verkefnisstjórn. Menn þurfa að vega og meta hvaða rannsóknir þarf að fara í og þá með tilvísan til þeirra gagna sem Landsvirkjun hefur lagt fram og jafnframt ábendinga frá fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um hvort ekki sé skynsamlegt að yfirfæra þau gögn, hvort þau svari spurningunum að einhverju leyti eða hvort fara þurfi í frekari rannsóknir. Það má einnig vísa til fyrri afstöðu Veiðimálastofnunar gagnvart því hvort nægilegar rannsóknir hafi farið fram. En eins og fram kom í andsvari við hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur eru til aðilar sem telja að það þurfi allt aðrar og miklu meiri rannsóknir, þannig að um þetta mál er auðvitað ekki fullkomin sátt frekar en svo margt annað í samfélagi okkar.