143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[21:44]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég leyfi mér að andmæla þessari túlkun hæstv. forseta. Svo vill til að ég átti sæti í þingskapanefnd þegar þetta mál var tekið til umfjöllunar þar og það nefndarálit skrifað sem hæstv. forseti vísaði til. Mér er fullkunnugt um hvaða hugsun lá þarna að baki vegna þess að um þetta orðalag og þessa grein, 14. gr. þingskapanna, skrifaði ég nefndarálit. Ég veit nákvæmlega hvaða hugsun lá þarna að baki. Hún var sú, eins og kemur reyndar fram í nefndarálitinu, að fjalla skyldi um auðlindamálin þannig að vernd og rannsóknir væru umhverfis- og samgöngunefndarmegin en nýtingin væri atvinnuveganefndarmegin.

Hér erum við hins vegar að fjalla um rammaáætlun um endurnýtingu sem síðan, eftir að þessi þingsköp voru samþykkt, hefur farið til umhverfis- og samgöngunefndar. (Forseti hringir.) Þingið hefur tekið þá afstöðu (Forseti hringir.) að nákvæmlega þessi áætlun (Forseti hringir.) eigi að vera þar. Þess vegna stenst ekki að mínu (Forseti hringir.) mati þessi túlkun hæstv. forseta.