143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[22:27]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, þessi málsmeðferð vekur nokkra furðu, það er víst óhætt að segja það. Ég held að flest þau sem eru í þingsalnum og flestir þingmenn hefðu hreinlega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að breytingartillaga við áður samþykkt þingmál fari til einhverrar annarrar nefndar næst. Það er dálítið sérkennilegt.

Ég vil þess vegna leyfa mér að trúa því, a.m.k. þar til annað sannast, að hæstv. ráðherra hafi hreinlega orðið mismæli. Allir eiga leiðréttingu orða sinna og ég hvet hæstv. ráðherra eindregið til að koma í pontu og leiðrétta þessi orð sín þannig að hægt sé að halda áfram með málið af einhverju viti og þingmenn þurfi ekki að velkjast í vafa og undran yfir þessari tillögu og þessari málsmeðferð.