143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[22:57]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Klukkan er rétt að verða 11 og ég velti fyrir mér hversu lengi enn forseti ætlar að halda þessum þingfundi áfram. Það er langur dagur fram undan á morgun og fyrir liggur mikilvæg umræða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd mæta á nefndarfund korter yfir átta til að fara yfir nýframlagða rannsóknarskýrslu um sparisjóðina. Í framhaldi af þeirri umfjöllun verður umræða í þinginu í eina fimm klukkutíma samkvæmt áætlun.

Ég spyr því virðulegan forseta hversu lengi hann hyggist halda þessum þingfundi áfram í ljósi þessa og ekki síður í ljósi þess að við höfum fundað hér fram á kvöld undanfarið. Hvaða áform eru uppi hjá hæstv. forseta?