143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:11]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við ræðum enn langt inn í kvöldið og stefnir í nóttina um þau eindæmi sem hér virðast ætla að eiga sér stað, að þessu máli verði vísað í ranga nefnd. Hv. þm. Helgi Hjörvar kom inn á það áðan að þetta væri dálítið athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að stjórnarandstaðan hefur í þingfundamálum núna og undanfarna daga gefið hæstv. forseta kost á því að halda þingfund á morgun um rannsóknarskýrslu sparisjóðanna. Vilji hæstv. forseti skipta um skoðun í því máli og fresta því (Forseti hringir.) ætti hæstv. forseti að gera núna hlé á þingfundi og ræða það við þingflokksformenn hvort þeir vilji taka upp þetta samkomulag.