143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:51]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vænti þess að forseti taki ekki langan tíma í að íhuga hversu lengi hann ætlar að halda áfram þingfundi.

Í ljósi þeirra orða sem hafa fallið um ágreining nefndarmanna í nefndinni sem á að taka og fjalla um rannsóknarskýrslu sparisjóðanna, að þeir séu mótfallnir því að hér verði umræða á morgun, er enn ríkari ástæða fyrir forseta að funda með þingflokksformönnum. Komin er upp sú staða og því fyrr því betra. Það þarf að taka ákvörðun um hvað þessi fundur á að vera langur og það þarf að skýra ágreining, eða reyna að jafna hann, um dagskrána á morgun.