143. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:02]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 824, um aðlögun að Evrópusambandinu, frá Guðbjarti Hannessyni.

Einnig hefur borist bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 767, um laun og hlunnindi vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið, frá Vigdísi Hauksdóttur.

Jafnframt hafa borist níu bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 587, um nauðungarsölur á fasteignum, frá Árna Páli Árnasyni; á þskj. 590, um flugfargjöld innan lands, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur; á þskj. 617, um skattlagningu á innanlandsflugi, frá Haraldi Benediktssyni; á þskj. 893, um framkvæmd á úrskurðum kjararáðs vegna laga nr. 87/2009, frá Vilhjálmi Bjarnasyni; á þskj. 762, um úttekt á netöryggi almennings, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 781, um starfsemi Landhelgisgæslunnar og sjúkraflug, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur; á þskj. 774, um aðlögun að Evrópusambandinu, frá Guðbjarti Hannessyni; á þskj. 818, um ökunám, frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur; og á þskj. 817, um Hvalfjarðargöng, frá Elsu Láru Arnardóttur.