143. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2014.

málefni hælisleitanda.

[15:42]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Vissulega er mikilvægt að fylgjast með og alveg ljóst að það skiptir máli. En það er samt sérstakt ef fylgst er með í gegnum Rauða krossinn og Félagsþjónustuna að lögmaður hans segi þrátt fyrir það að þeir hafi ekki heyrt neitt frá ráðuneytinu eða Útlendingastofnun. Því spyr maður hvernig samskiptaleiðirnar séu, hvort því sé ekki komið til skila hvað verið er að gera, því að eins og hæstv. ráðherra segir er erfitt að ræða einstaka mál hér.

Ég vil spyrja hvort það sé ekki alveg klárt að þessar samskiptaleiðir séu opnar, þ.e. til lögmanns hans. Það er ekki í lagi ef hann sveltur enn í dag, neitar að borða, á þeirri forsendu að ekkert sé gert í hans málum að þeirra mati og að beðið sé eftir viðbrögðum, eins og kemur fram í fréttum af þessu máli, (Forseti hringir.) frá þessum tveimur stofnunum, innanríkisráðuneyti og Útlendingastofnun. Því spyr ég hvort ekki sé örugglega opinn þráður þangað.