143. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2014.

barnabætur.

411. mál
[15:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég skildi hæstv. fjármálaráðherra þannig að barnalífeyrir, eða barnabætur eða hvaða orð er réttast að nota, er skertur miðað við það sem áður var. Ég skildi hann líka þannig að það hefði verið eitthvert kosningatrikk að hækka barnabætur árið 2013 um 10% þegar þær höfðu verið óbreyttar á verstu tímunum eftir samfélagshrunið hér. En þá var einmitt farið að reyna að bæta í það sem hægt var að bæta í. Mér finnst ekki skemmtilegt að heyra um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar það sem af er þessum þingfundi. Hún telur nauðsynlegt að endurskoða gjöld á útgerðina vegna þess að þar gengur vel, en ég vil benda á að við erum alltaf að fá tölur um að barnafjölskyldur standi verst (Forseti hringir.) og ég held að ríkisstjórnin ætti líka að endurskoða það.