143. löggjafarþing — 98. fundur,  28. apr. 2014.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014.

564. mál
[18:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef um þessa samninga, og það sem fram kemur hér í framsöguræðu minni og líka í greinargerðinni, þá er það einmitt það sem á að ræða síðar á árinu, þ.e. það sem er umfram þessar 10 þús. lestir sem á að heimila að veiða, hvernig sú tala verður, hvort það verða 20 þús. tonn í viðbót eða hvort það verður einhver önnur tala. Það er nákvæmlega það sem á að ræða.