143. löggjafarþing — 98. fundur,  28. apr. 2014.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014.

564. mál
[18:33]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá tengist þetta ekki makríldeilu okkar heldur einfaldlega áhyggjum manna af loðnunni, stofni loðnu o.s.frv. Það eru þær áhyggjur sem mér skilst að búi að baki því að ráðherrarnir gerðu þetta samkomulag á þennan hátt.

Það er alveg skýrt að þarna er um að ræða að menn eru að fresta því að taka ákvörðun um þessi 30 þús. tonn, en það kemur ekki fram að verið sé að hætta við eða að taka eitthvað af Færeyingum eða eitthvað slíkt. En þegar menn hafa áhyggjur af til dæmis stofni loðnu, við sjáum hvernig veiðarnar hafa gengið þetta veiðitímabil, hafa þeir eðlilega fyrirvara á þegar kemur að því að úthluta svo miklu sem 30 þús. tonnum af stofninum.