143. löggjafarþing — 98. fundur,  28. apr. 2014.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014.

564. mál
[18:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í samskiptum þjóða og ríkja er lítið um vinskap, það eru eingöngu hagsmunir. Það sýndi sig í því þegar norrænu þjóðirnar settu það skilyrði fyrir lánveitingu út af vandræðum okkar eftir hrun að við samþykktum Icesave.

Ég vildi spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvernig hann getur staðið í því að vera að semja um til dæmis makríl, eins og þetta gengur út frá, þetta er ofansjávarfiskur og makríll er það, á sama tíma og Færeyingar unnu með Evrópusambandinu gegn Íslendingum í samningum um skiptingu á makríl á Íslandssvæðinu.