143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

tilkynning um dagskrártillögu.

[13:36]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það mál sem hv. þm. Jón Þór Ólafsson leggur hér fram og biður um að hafi þann forgang sem hann óskar eftir er mál sem er vert að taka áfram innan þingsins. Við erum hins vegar á þeim stað í þingstörfum hér og nú að við erum með mörg mál í nefndum, mikilvæg mál sem varða líka almannahagsmuni, og þess vegna tel ég ekki ástæðu til að fara þessa leið núna með þetta mál.

Ég ítreka þó, virðulegur forseti, að málið er þarft og brýnt og því fyrr sem það kemur inn til almennrar umræðu og sem þingmál, því betra. Málið styð ég en ég get ekki stutt að við tökum það fyrir á þessum tímapunkti í ljósi þeirra mörgu mikilvægu mála sem varða almannahagsmuni. Ég sé heldur ekki að sá umsagnarfrestur sem málið þyrfti að falla í næði til þess að hægt væri að taka það til síðari umr. og atkvæðagreiðslu.