143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[14:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi veiðigjöld eru fáránlega lág. Það er lágmark að ríkisstjórnin leggi komugjald á makríl því að það hefur enginn skuldsett sig til kvótakaupa í makríl. Veiðigjaldið sem hér er lagt til á makríl er 7,50 kr. Það er svo fáránlega lágt að til samanburðar rukka Færeyingar 15 kr. eða tvöfalda þessa fjárhæð fyrir hvert kíló af makríl í lögsögu sinni; Grænlendingar upp undir 30 kr. af útlendingum.

Hvernig rökstyður ráðherra að íslenskir útgerðarmenn geti borgað meira fyrir að veiða sama fiskinn í lögsögu Færeyja en þeir eiga að gera í íslenskri lögsögu? Hvers vegna hefur ekki verið staðið við samkomulagið í þinginu frá því í desember um að leggja sérstakt gjald á nýjar tegundir? Hvers vegna má ekki leggja komugjald á makríl hæstv. ráðherra?