143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:34]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það og ég hef engan, hvorki útgerðarmann né annan, heyrt deila um það. Ég hef ekki heyrt í neinum sem ekki er sammála því að sjávarútvegurinn eigi að greiða sanngjarnt veiðigjald, hóflegt veiðigjald. Um það er ekki deilt. Það er þessi spurning: Hvað er sanngjarnt? (KLM: Hvaða prósentu vilt þú?) Ef ég skil hv. þingmann rétt finnst honum 20% eðlilegt. En 20%, hv. þingmaður var einmitt að vitna í það að ekki er hægt að nota gamlar tölur þótt hann sé farinn að vitna í gamlar tölur sjálfur. Hann vitnar í árið 2012 þar sem afkoman var í hæstu hæðum og nú hefur hún farið mikið niður. Það sýna tölur. Við erum enn að bíða eftir nýjustu tölum, hvað þetta hefur lækkað. En eins og hv. þingmaður ætti að gera sér grein fyrir (Forseti hringir.) þá er 20% lækkun á afurðaverði og ef við gefum okkur 10% lækkun á kostnaði þá er hagnaðurinn farinn niður um 50%.