143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[18:22]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Hvaða rök standa fyrir þessum samdrætti? Það þarf ekki annað en að fylgjast vel með til að átta sig á því. (LMR: Hvaða gögn?) Ja, hvaða gögn? Við sjáum bara hvað markaðsverð hefur hrunið. (LMR: Gögn?) Það þarf ekki annað en að líta á verðið á mörkuðum. (Gripið fram í.) Ég hef séð einhverjar tölur yfir þetta og við munum sjá ársreikninga fyrirtækjanna. Þeir verða lagðir fyrir nefndina í framhaldinu þegar þetta mál kemur til hennar. Þar getum við farið yfir afkomuna árið 2013. Þetta er bara almennt viðurkennt. Við eigum eftir að finna út hvort þetta eru 25% eða 35% eða hvar þetta liggur en staðan er alvarleg.

Eigum við að fara leiguleiðina? Ég vissi ekki alveg hvort hv. þingmaður var að spyrja mig hvort við ættum að fara leiguleiðina í makríl. (LMR: Sjávarútvegsráðherra gerði þetta …) Við þurfum að skoða það. Ég minnist þess reyndar ekki að hann hafi talað um það en við þurfum að skoða hvernig við klárum makrílinn. Ég fór vel yfir það í ræðu minni áðan við hvaða aðstæður við tökum við hérna, (Forseti hringir.) hvernig síðasta ríkisstjórn fór með það mál.