143. löggjafarþing — 100. fundur,  29. apr. 2014.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

565. mál
[20:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má með sanni segja að þetta sé dæmi um að vera í félagsskap án þess að vera í honum. Við erum hér að gefa, skilst mér, blankó tékka ef ég má orða það svo, virðulegi forseti, ég biðst afsökunar á orðbragðinu. Það hefur aldrei verið gert fyrr, verður vonandi aldrei aftur.

Ég skil dæmið sem svo að það sé alveg ljóst að við getum gert þetta stjórnarskrárinnar vegna af því að þetta er ívilnandi. En bara til fróðleiks og út af sögunni hér í þinginu og því sem hefur verið rætt um, EES og Evrópusambandið o.fl., langar mig að spyrja hv. formann utanríkismálanefndar: Hefði hann greitt þessu atkvæði fyrir 13 mánuðum og ekki sem formaður utanríkismálanefndar?