143. löggjafarþing — 100. fundur,  29. apr. 2014.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

565. mál
[20:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sá stóri munur væri þá á að fulltrúar okkar sætu í ráðherraráðinu og hefðu fylgst með þessu alveg fram á síðustu stund og væru inni í málum og hefðu getað borið það undir þingnefndir hvort hægt væri að samþykkja þetta, eins og ég gerði ráð fyrir að hv. þingmaður viti. Eins og í Danmörku, þar er allt borið undir sérstaka þingnefnd áður en Danir samþykkja sín mál í þinginu. Ég tel rétt að menn fari rétt með um hvernig þessum málum er háttað, sérstaklega þegar þeir þurfa að leggja lykkju á leið sína eins og hv. formaður utanríkismálanefndar gerir nú.