143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[15:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Gert var ráð fyrir 1% gjaldahækkun frá upphafi árs og út þetta ár. Nefndin er að leggja til að gjaldalækkunin taki ekki gildi fyrr en 1. júní. Það er nærri hálfu ári seinna en gert var ráð fyrir. Þannig að ef ekki er gert ráð fyrir því að gjaldalækkunin verði þeim mun meiri, eða tæp 2% eða þar um bil, er augljóslega verið að ganga á bak þeirra fyrirheita sem gefin voru í desember. Ég skil það þannig að það sé hluti af tillögum nefndarinnar hér við 2. umr. Ég geri ráð fyrir að formaður nefndarinnar skýri það hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að gildistakan verði fyrr en 1. júní.