143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[17:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla nú ekki að blanda mér í þessa furðulegu umræðu þar sem tveir þingmenn ræða stefnumál þriðja flokksins. En mig langar til að spyrja hv. þm. Helga Hjörvar, sem flutti hér ræðu, hvort hann muni ekki eftir umræðu við mig þegar hann var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, um einmitt krónutölu skatta og ég var í stjórnarandstöðu. Og ég tók undir það með hv. þingmanni að eðlilegt væri að hækka krónutölu skatta. Ég ætla að athuga hvort hv. þingmaður man það, annars get ég grafið eftir því í ræðusafni Alþingis.