143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:16]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál var á dagskrá þingsins fimmtudaginn 20. febrúar. Þá er það þriðja mál á dagskrá, gjaldskrárlækkanir. Þann sama dag erum við einnig að ræða aðildarviðræður við Evrópusambandið, framhald einnar umr. Það er þess vegna sem þetta mál, frá því að það var lagt fram og kom fyrst fram 20. febrúar, kemst ekki á dagskrá þingsins til umræðu fyrr en 18. mars. — Hverju skyldi það vera að kenna?