143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:28]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér fara menn mikinn. 4. gr. kemur þungt niður á Vegasjóði, aðrar lækkanir sem hér liggja fyrir koma engum til góða og nú kemur að breyting á lögum um gjöld á áfengi og tóbak séu sérstök skilaboð ríkisstjórnarinnar til öryrkja og láglaunafólks um að hefja drykkju. [Hlátur í þingsal.] Þá veltir maður fyrir sér „drykkju án aðgreiningar“, eða hvernig? [Hlátur í þingsal.] Er þessu beint til okkar í „brennivínsdeild Sjálfstæðisflokksins“ eins og hv. þingmenn hafa nefnt í þessari umræðu?

Ég ætla að benda á það, virðulegur forseti, að með þessum lækkunum er verið að lækka vísitöluna sem liggur m.a. til grundvallar verðtryggðum lánum. Það kemur fólkinu í landinu til góða hversu mikið sem við reynum að segja eitthvað annað. (Gripið fram í: Rétt.)