143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:31]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um það sem vera átti tíu mánaða lækkun en verður sjö mánuðir. Það sem áttu að vera 460 millj. kr. verða 322. Hér er verið að lækka gjöld á áfengi, tóbaki og bensíni um 322 milljónir og á sama tíma er í fjárlagafrumvarpinu 250–300 milljóna hækkanir þar sem fólk verður að borga meira fyrir hjálpartæki og þjálfun. (Gripið fram í.)

Þetta er það samhengi sem ég hef sett málið í. (Gripið fram í.) Það hefði verið með nákvæmlega sama hætti í vísitölunni. Skoðið töfluna frá Samtökum atvinnulífsins, bara skólagjöldin ein hefðu skilað 0,08% sem hér er verið að tala um. Það er samkvæmt töflu sem samtökin birta í tengslum við kjarasamningana. Það er forgangurinn sem gagnrýndur er hér, það er enginn að gagnrýna að hér sé verið að reyna að halda niðri verðbólgu eða lækka álögur á fólk.

Þess vegna sit ég hjá.