143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[11:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég sé mig knúinn til þess að leiðrétta það sem fram kom í máli hv. þm. Guðbjarts Hannessonar um að hér væri um að ræða skólagjöld. Hér er ekki um slíkt að ræða, lögum samkvæmt er hér um að ræða innritunargjöld. Þau eru þannig ákveðin að fram kemur tillaga, og hún er rökstudd, frá rektorum opinberu háskólanna um þann kostnað sem hlýst af innritun nemenda og öðru sem því tengist. Orðið var við þeirri tillögu og Alþingi samþykkti hana. Ekki er um að ræða skólagjöld (Gripið fram í.) eða gjaldtöku í líkingu við þá sem hér er um að ræða.

Hér er einungis verið að tala um innritunargjöld sem byggð eru upp með þeim hætti sem hér er lýst. (SSv: Það skilar sér ekki út í skólakerfið.) [Kliður í þingsal.]