143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

vextir og verðtrygging.

402. mál
[11:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mjög margir í þjóðfélaginu bíða eftir því að þetta lagafrumvarp nái fram að ganga og ég vænti þess að það verði afgreitt sem allra fyrst vegna þess að menn óttast það að núna í sumar renni sá fyrningarfrestur út sem er í gildi núna. Ég þakka nú eiginlega fyrir þá samstöðu sem náðist í nefndinni að flytja málið og ég þakka hv. þingmanni fyrir upplýsingarnar að ef þetta ekki dugar kynnu menn á verðandi þingi að grípa til ráðstafana til að lengja frest enn frekar.

Þessi mál eru ótrúlega flókin og virðast vera ótrúlega umfangsmikil, þetta er mjög viðamikið verkefni. Ég er mjög ánægður með að samstaða hafi náðst í nefndinni um að lengja fyrningarfrestinn.