143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

brottnám líffæra.

34. mál
[16:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég hef áður rætt um þetta mál, um brottnám líffæra. Ég er eindregið á móti ætluðu samþykki. Ég hef hins vegar bent á aðra leið sem er notuð og það er skattframtalið sem allir þurfa að fara í gegnum. Í skattframtali í dag hökum við við eitthvað algjörlega óskylt skattinum sem er hvort við viljum fá heimilistryggingu, eða tryggingu við heimilisstörf. Það er gert í dag. Mér finnst alveg sjálfgefið að í skattframtalinu sé líka hakað við: Ég óska eftir því að gefa líffæri. Það finnst mér þurfa sundurgreina í annars vegar hvort menn vilji gefa líffæri lifandi og hins vegar hvort þeir vilji gefa líffæri sem leiða til dauða eins og hjarta og þvíumlíkt. Ég vil gjarnan koma þeim sjónarmiðum að að menn noti skattframtalið í því sambandi.