143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni seinna andsvar. Það vill svo til að það eru 100 þúsund fjölskyldur sem hafa tækifæri til að nýta sér þessi úrræði, bæði til að lækka skuldir sínar og til að spara fyrir nýju húsnæði. Ég mundi segja að það væri bara ansi almenn aðgerð og næði til margra. Ef við förum út í þær hártogarnir að skoða fyrri aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, þá voru þær ekki jafnalmennar, jafnvel þótt við tækjum þær allar. (Gripið fram í: Stóð aldrei til.) Það stóð heldur ekki til með þessu. Hér á að hjálpa heimilunum til að lækka fasteignaskuldir.