143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:09]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér hefur verið smá gagnrýni á að við framsóknarmenn höfum talað um að bjarga heimilum landsins en séum að skilja öll heimili út undan sem ekki hafa verðtryggð lán. Ég held að hv. þingmenn sem gagnrýna þessar aðgerðir svona gleymi að horfa á þá heildarmynd sem var lögð fram með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er í tíu liðum. Á dögunum lagði hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra Eygló Harðardóttir fram viðamikið plagg með tillögum um það hvernig koma á móts við leigjendur, hvernig koma á móts við hina og þessa hópa sem þessi frumvörp taka kannski minna til. Þegar við framsóknarmenn tölum um heimili erum við að tala um öll heimili í landinu, þess vegna var lögð fram tíu aðgerða áætlun. Þessi umræða tekur aðeins á einum lið þeirrar áætlunar.